Góður árangur á Stefnumótum KA

Góður árangur á Stefnumótum KA
4. kk A sáttir eftir flott mót

Í febrúar og mars fóru fram Stefnumót KA fyrir 3. og 4. flokk. Það er ánægjulegt að bæði stelpumótið og 4. fl karla mótin voru fullbókuð sem skýrist af góðri skráningu félaga af landsbyggðinni ásamt því að Valur, Grótta/KR og Afturelding komu öll í einum flokki. 

Á fyrsta mótinu voru margir leikir sýndir beint á KA-TV og í kjölfarið þar sem sú tilraun heppnaðist vel var ákveðið að sýna alla leiki beint af seinni tveimur mótunum. Mikil ánægja var með þetta framtak en eins og gefur að skilja voru margir aðdáendur liðanna ekki á Akureyri og gátu þeir því fylgst betur með. Þeir sem misstu af tilþrifunum eða þá vilja sjá sig aftur geta horft á leikina á rás KA-TV á youtube.

Fyrstu helgina í febrúar var fyrsta Stefnumót ársins þegar stelpurnar í 3. og 4. fl kepptu. Við vorum með tvö lið í 4. fl kvenna þar sem A-lið flokksins endaði í 2. sæti eftir að tapa vítaspyrnukeppni gegn Þór í úrslitaleik. Annað lið 4. fl stóð sig einnig ágætlega án þess að vinna til verðlauna. Þriðja flokks keppnin var sterk en má þar nefna að Valur og Grótta/KR voru meðal keppanda. Okkar stúlkur áttu ágætt mót en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. 

Strákarnir í 3. fl voru léku á sínu Stefnumóti um miðjan febrúar. Þar vann A-lið flokksins mótið með yfirburðum. Einnig vorum við með tvö B-lið sem stóðu sig bæði mjög vel en uppskeran var silfur og brons hjá þeim.

Síðasta helgarmótið var í byrjun mars þegar að strákarnir í 4. fl léku með fjögur lið. A-liðið vann mótið en eftir að þeir urðu efstir í riðlakeppni unnu þeir Þór í úrslitaleik. B-liðið endaði í 3. sæti í sinni keppni en var þó efst B-liða þar sem það voru einungis A-lið fyrir ofan þá. C-liðin voru einnig öflug en þau mættust í undanúrslitum. Þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá sigurvegara og í kjölfarið vann annað C-liðið úrslitaleikinn meðan hitt þurfti að bíta í það súra gras að tapa gegn KF/Dalvík um 3. sæti.

Eins og sjá má var árangurinn á öllum þremur mótunum mjög flottur hjá KA-liðunum sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is