Góður árangur á Íslandsmóti

Góður árangur á Íslandsmóti
A-lið KA í 4. fl á Stefnumóti í vetur.

Árangur KA á Íslandsmóti í yngri flokkum hefur verið með afburða góður í sumar.

3. fl kvenna
A-liðið hefur byrjað ágætlega og er með 9 stig eftir fimm leiki í A-riðli. Keppnin þar er mjög spennandi enda mörg góð lið. Það ber þó að nefna að stelpurnar eru búnar með fjóra útileiki en bara einn heimaleik. B-liðið fer rólega á stað en með lækkandi sól fara stigin koma eitt af öðru.

3. fl karla
Öll þrjú liðin eru taplaus eftir samtals 23 leiki en 19 sigrar og 4 jafntefli er niðurstaðan þegar þetta er ritað. Liðin hafa lagt t.d. Reykjavíkurmeistara Fram í A og C og Faxaflóameistara Keflavíkur í A af velli. Liðið spilar í B-riðli en segja fróðir menn að sú deild sé sterkari en A-riðill í ár. 

4. fl kvenna
Liðið hefur farið vel á stað og er með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið átti frábæra ferð austur þegar stelpurnar lögðu Fjarðabyggð/Leikni 3-0 að velli í svo kölluðum sex stiga leik.

4. fl karla
A-lið flokksins er efst í A-riðli með 12 stig eftir fimm leiki líkt og Stjarnan. B-liðið hefur einnig unnið fjóra og tapað einum. Þriðja lið flokksins byrjar mótið einnig ágætlega með tvo sigra og tvö töp. Þetta er glæsilegur árangur en verður einnig að nefna að flokkurinn sendi Blika stigalausa heim síðasta fimmtudag eftir þrjá góða KA sigra.

5. fl kvenna
Flokkurinn er með þrjú lið á Íslandsmóti og hafa þau leikið 8 leiki samtals. Fjórir sigrar, 2 jafntefli og 2 töp eru staðreyndin. Það er ágætur stígandi í öllum liðum og má þar nefna að B1 spilaði mjög vel í síðustu viku þegar þær unnu tvo örugga sigra.

5. fl karla
Flokkurinn er með átta lið á Íslandsmóti sem er líklega félagsmet. Þegar slíkur fjöldi er af liðum er eðlilegt að gengið sé misjafnt eins og raunin er. Það ber þó helst að nefna að A1, B1 og C1 eru með fullt hús stiga í E-riðli. Margir flottir strákar í flokknum sem gaman verður að fylgjast með á N1-móti KA í vikunni.

6. fl karla
Strákarnir léku á Pollamóti KSÍ sem er dagsmót. Yfirburðir KA voru með einsdæmum í flestum riðlum enda vel spilandi strákar í flokknum.

6. fl kvenna
Stelpurnar taka þátt í sambærilegu móti og strákarnir sem nefnist Hnátumót KSÍ í byrjun júlí á Húsavík.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is