Goðamót í 5. kv

Goðamót í 5. kv
Dönskumeistarnir kampa kátir í mótslok.

Um helgina fór fram Goðamót 5. fl kvenna. Frá KA tóku 27 stelpur þátt í þremur liðum. Mótið var mjög sterkt en Breiðablik, HK, Valur og Víkingur komu að sunnan ásamt flottum liðum af Norður- og Austurlandi. Stelpurnar spiluðu því hörkuleiki og var ekkert gefið eftir.

KA Argentína fór í B-úrslit eftir að hafa fengið 4 stig í undanriðli þar sem þær gerðu t.d. jafntefli við Valsstúlkur sem unnu mótið. Í B-úrslitum voru KA-stelpurnar sterkastar og fengu í verðlaun bikar.

KA Brasilía átti oft ágætis kafla en það má segja að þetta mót hafi verið stöngin út hjá því liði. Þær eru þó reynslunni ríkari og mæta sterkar til leiks á næsta mót.

KA Danmörk átti frábært mót og sigruðu þær alla sína leiki. Mikil leikgleði og dugnaður var í þessu liði sem skilaði nokkrum baráttu sigrum.

Næsta mót hjá flokknum er Pæjumót í Vestmannaeyjum í júní sem verður mikið ævintýri eins og þeir vita sem hafa farið á mót þangað.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is