Góð ferð til Eyja

Góð ferð til Eyja
KA 3 í Vestmannaeyjum.

Það voru 25 stelpur ásamt Alla þjálfara og öflugum liðstjórum héldu til Vestmannaeyja að morgni miðvikudagsins 10. júní. Ferðalagið gekk vel enda eru þetta fyrirmyndar stúlkur sem eru í 5. flokk.

Öll liðin léku þrjá leiki fyrsta daginn ásamt því að liðið sýndi dans í hæfileikakeppni mótsins. 

Aftur léku liðin þrjá leiki á föstudeginum og í kjölfarið fór fram svokallaður landsleikur mótsins þar sem hvert félag sendir eina stelpu. Eva Rún Einarsdóttir var valin fyrir hönd KA en hún stóð sig mjög vel í leiknum og þá var Alli landsliðsþjálfari að ósk mótsstjórnar.

Á síðasta degi mótsins var hvert lið komið í átta liða keppni með tveimur 4 liða riðlum. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel en það eiga þá allir möguleika að vinna til verðlauna þegar síðasti keppnisdagur hefst. KA-liðin stóðu sig öll mjög vel og má þar nefna að hvorki lið 1 né 2 tapaði þennan dag en komust þó ekki í úrslitaleikinn en unnu bronsleikinn. Lið 3 endaði í 5. sæti í sinni keppni eftir að hafa staðið sig vel alla dagana.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is