Fyrsti dagur fótboltarútunar

Það var mikill spenningur í mörgum í dag þar sem þetta var fyrsti dagur fótboltarútunar sem hefur verið umtöluð hjá nokkrum síðasta mánuðinn.

Það urðu strax tafir í fyrstu ferð í 7. fl  þar sem brottför frá Brekkuskóla en má þó gera ráð fyrir að sá hópur verði fyrr tilbúinn næst þar sem þau eru núna komin með lista hverjir fara á fótboltaæfingar. Steini Eiðs verður í rútunni með 7. fl og var hann tiltölega snöggur að ná í krakkana í Naustaskóla sem gengu í einfaldri röð út í rútu. Þar sem rútan var heldur löng var ákveðið á síðustu stundu að stoppa við KA-heimilið frekar en Lundarskóla. Þá kom sér vel hversu spræk krakkarnir eru og voru þau ekki lengi að hlaupa þangað. Samtals 61 barn komst á leiðarenda kl 14:00 eða um 10 mín seinna en áætlað var miðað við að allt hefði gengið 100%. Erum við mjög sáttir með það miðað við fyrstu bílferð enda stóðu krakkarnir sig mjög vel. 

Rútuferðin í 6. fl gekk einnig vel en það var þó greinilegt að fleiri nýttu sér rútuna en höfðu skráð sig. Þegar var búið að sækja Naustaskóla var ljóst að þau 70 sæti í rútunni myndi tæplega duga sem varð raunin. Það verður því fundin lausn í framhaldinu þar sem miðað við daginn í dag eru yfir 70 sem ætla að nýta sér þessa þjónustu í 6. fl. 

Krakkarnir fá hrós fyrir hversu flott þau voru í dag.

Foreldrar fá hrós fyrir að undirbúa krakkana með fótboltaföt.

Starfsmenn skólanna fá einnig stórt hrós fyrir að hjálpa öllum krökkunum að vera tilbúin á réttum tíma.

Við minnum á að undirbúa krakkana vel með fótboltaföt þannig þau geti græjað sig á stuttum tíma.

Við minnum þá sem hafa ekki skráð sig að skrá sig strax þannig við vitum hversu mörg börn ætla í rútuna. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is