Fyrirkomulag KA-rútunar

Það hefur verið ákveðið að vera með rútuferðir í kringum æfingar hjá 6. og 7. fl á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur. 

Mjög mikil ánægja var með þetta fyrirkomulag síðasta vetur sem og 2015-2016 en það er þó ljóst að þessi þjónusta er kostnaðarsöm. En þar sem að það er hagur KA, iðkenda, foreldra og fyrirtækja í bænum að halda áfram að bjóða upp á þessa þjónustu verður KA-rútan áfram.

KA ætlar að vera með þrjár fjáraflanir til að fjármagna rútuna.

  • Stefnumót 6.-8. fl í nóvember í Boganum
  • Bingó í nóvember
  • Valgreiðsla upp á 5000 kr í heimabanka

Valgreiðslan er fyrirkomulag sem stendur foreldrum til boða ef það hefur áhuga á að styrkja þetta verkefni.

Þeir sem eiga rétt á rútunni eru þeir iðkendur sem hafa skráð sig í fótboltann í vetur í 6. og 7. flokk. Upplýsingar um skráningu í fótboltann má sjá hér. 

Einnig þarf að skrá iðkendurnar sem ætla að nýta sér KA-rútuna veturinn 2017-2018 - ýta hér. Þeir sem skráðu börnin sín í september þurfa ekki að gera það aftur.

Rútuferðir verða eftirfarandi frá og með þriðjudeginum 18. október þegar æfingar hefjast í Boganum.

Lundarskóli
7. flokkur verður sóttur kl. 13:40 og eru áætluð koma í Lundarskóla um kl. 15:15.
6. flokkur verður sóttur kl. 14:40 og foreldrar sækja börnin í Bogann kl. 16.

Naustaskóli
7. flokkur verður sóttur kl. 13:30 og eru áætluð koma í Naustaskóla um kl. 15:20.
6. flokkur verður sóttur kl. 14:30 og foreldrar sækja börnin í Bogann kl. 16.

Brekkuskóli 
7. flokkur verður sóttur kl. 13:40 og eru áætluð koma í Brekkuskóla um kl. 15:15.
6. flokkur verður sóttur kl. 14:40 og foreldrar sækja börnin í Bogann kl. 16.

Nánari spurningar um rútuna sem og boðun forfalla veitir Siguróli (siguroli@ka.is) og Alli (alli@ka.is).



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is