Fyrirkomulag KA-rútunar

Það hefur verið ákveðið að vera með rútuferðir í kringum æfingar hjá 6. og 7. fl á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur. 

Mjög mikil ánægja var með þetta fyrirkomulag síðasta vetur en það er þó ljóst að þessi þjónusta er kostnaðarsöm. En þar sem að það er hagur KA, iðkenda, foreldra og fyrirtækja í bænum að halda áfram að bjóða upp á þessa þjónustu verður KA-rútan áfram.


KA ætlar að vera með þrjár fjáraflanir til að fjármagna rútuna.

  • Stefnumót 6.-8. fl laugardaginn 19. nóvember í Boganum
  • Bingó sunnudaginn 20. nóvember
  • Valgreiðsla upp á 5000 kr í heimabanka

Valgreiðslan er nýtt fyrirkomulag sem stendur foreldrum til boða ef það hefur áhuga á að styrkja þetta verkefni.

Skráning í KA-rútuna veturinn 2016-2017 - ýta hér.

Rútuferðir verða eftirfarandi frá og með þriðjudeginum 18. október þegar æfingar hefjast í Boganum.

Lundarskóli
7. flokkur verður sóttur kl. 13:40 og eru áætluð koma í Lundarskóla um kl. 15:15.
6. flokkur verður sóttur kl. 14:40 og foreldrar sækja börnin í Bogann kl. 16.

Naustaskóli
7. flokkur verður sóttur kl. 13:30 og eru áætluð koma í Naustaskóla um kl. 15:20.
6. flokkur verður sóttur kl. 14:30 og foreldrar sækja börnin í Bogann kl. 16.

Brekkuskóli
7. flokkur verður sóttur kl. 13:40 og eru áætluð koma í Brekkuskóla um kl. 15:15.
6. flokkur verður sóttur kl. 14:40 og foreldrar sækja börnin í Bogann kl. 16.

Nánari spurningar um rútuna sem og boðun forfalla veitir Siguróli (siguroli@ka.is) og Alli (alli@ka.is).



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is