Frábærir foreldrar

Við í yngriflokkastarfi KA teljum okkur vera að reka öflugt barna og unglingastarf og er það ljóst að þátttaka foreldra í því er ómetanleg. 

Helgin 21.-22. nóvember var stór KA-helgi. Á laugardeginum tóku þátt um 200 krakkar á aldrinum 4-9 ára í 32 liðum frá KA. Þeim til stuðnings mættu foreldrar, systkini, afar, ömmur, frændur og frænkur og studdu vel við bakið á krökkunum. Það er mjög hvetjandi fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref  á vellinum að hafa jafn öflugan foreldrahóp og raun ber vitni hjá KA. Þá ber að þakka öllum þeim sem hjálpuðu til þannig mótið heppnaðist jafn vel og raun bar vitni með aðstoð í dómgæslu, pizzunum, verðlaunafhendingum eða öðrum verkum.

Sunnudagurinn var ekki minni hjá okkur þar sem margir foreldrar komu að glæsilegu kaffihlaðborði KA-bingósins. Þökkum við öllum þeim sem komu með eitthvað kærlega fyrir að hafa gert þetta hlaðborð að veruleika! Sem og þeim sem komu og áttu góða stund með okkur í þessari skemmtilegu fjáröflun fyrir KA-rútunni sem ferjar 6. og 7. fl út í Bogann í vetur.

Að lokum er ekki hægt annað en að þakka Begga, Önnu Birnu, Gauta, Steina, Steinunni, Óla Torfa og Vöku í yngriflokkaráði fyrir þeirra öfluga starf í þágu klúbbsins. Þau voru frábær þessa umtöluðu helgi líkt og svo oft áður.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is