Lokahóf 3. fl karla

Lokahóf 3. fl karla
Agnar, Angantýr og Eyþór

Lokahóf 3. fl drengja fór fram á Grenivík á föstudaginn en í flokknum eru nokkrir öflugir Grenvíkingar sem hafa verið einstaklega duglegir að mæta til Akureyrar bæði á þessu tímabili og árin á undan. Það var því tilvalið að halda lokahófið þar.

Flokkurinn stóð sig ljómandi vel í sumar. Tveir titlar komu í hús en hópurinn varð bikarmeistari Norður- og Austurlands sem og B-liðið endaði uppi sem Íslandsmeistari. Þá var A-lið flokksins lengi vel í baráttu um að komast í undanúrslit Íslandsmótsins.

Þegar hópurinn var mættur var skipt í fjögur lið sem kepptu í myllu-boðhlaupi, fótbolta, sundi, blöðruleik og að lokum í spurningarkeppni. Þess á milli snæddu drengirnir hamborgara við mikla ánægju. Allt fór þetta vel fram og í lok kvöldins fengu eftirfarandi strákar einstaklingsverðlaun. 

Angantýr Máni Gautason var valinn besti leikmaður flokksins en hann var jafnframt markahæsti leikmaður A-deildar. Góð frammistaða hans í sumar varð til þess að hann fer á landsliðsæfingar næstu helgi með U17.

Agnar Ingi Bjarkason var valinn KA-maður flokksins en hann var fyrirliði Íslandsmeistarana. KA-maður flokksins fær drengur sem hefur verið til fyrirmyndar á vegum félagsins og er góður félagi. 

Eyþór Ernir Pálsson var valinn sá sem þótti hafa tekið mestum framförum. Eyþór Ernir steig mikið upp í sumar, var einn af lykilmönnum Íslandsmeistarana og með góðri frammistöðu komst hann í A-liðs hóp undir lok sumars.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is