Fimmtán frá KA í Hæfileikamótun KSÍ og N1

KSÍ og N1 standa saman að Hæfileikamótun fyrir drengi og stúlkur úr 4. fl í þriðja sinn nú í ár. Á föstudaginn kemur Halldór Björnsson landsliðsþjálfari U17 karla og umsjónarmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1 til Akureyrar og verður með æfingar fyrir valin hóp af Norðurlandi.

Það er flottur hópur frá KA sem var valin að þessu sinni en alls 15 drengir og stúlkur voru boðuð.

4. flokkur kvenna: Birta Rós Blöndal, Eva Rún Stefánsdóttir, Hafdís Björg Davíðsdóttir, Helga María Viðarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Lilja Björg Geirsdóttir og Margrét Mist Sigursteinsdóttir.

4. flokkur karla: Arnór Ísak Haddsson, Atli Snær Stefánsson, Egill Gauti Atlason, Máni Freyr Helgason, Óli Einarsson, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson, Viktor Smári Elmarsson og Þorvaldur Daði Jónsson.

Dagskrá heimsóknar á Akureyri:  

Föstudagur 29.janúar í Boganum.

16.30 - Æfing með stúlkum. 

17.45- Æfing með drengjum.   

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að: 

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með. 
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar. 
  • Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum. 
  • Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar. 
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum. 
  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is