Blíða á Króknum

Blíða á Króknum
7. kv KA 7

Það voru yfir 70 stelpur í 12 liðum sem léku fyrir hönd KA á Landsbankamóti Tindastóls í lok júní. Aldrei hefur KA verið með fleiri stelpur á þessu móti og vorum við með næst flestu liðin eða einu færra en Breiðablik. Eining hefur mótið aldrei verið jafn fjölmennt og sterkt og núna í sumar. Mikil gróska er því í kvennafótboltanum bæði hjá KA og á landinu.

Við vorum með tvö eldra árs lið í 6. flokki og þrjú yngra árs lið. Gengi þeirra var mjög misjafnt en var þó ágætis stígandi í liðunum. Mótið var mjög sterkt en um 20 lið tóku þátt í 6. fl keppninni og var því gaman fyrir stelpurnar að mæta nánast eingöngu mótherjum sem þær hafa ekki mætt í vetur.
 
Við vorum með sjö lið í 7. flokki og gekk eldra árs stelpunum sem voru að æfa í vetur mjög vel á mótinu og má þar nefna að KA1, KA2 og KA3 töpuðu einungis einum leik á mótinu en sá leikur endaði 3-4. Úrslitin voru ekki jafn glæsileg hjá byrjendunum í hópnum sem verður að teljast mjög eðlilegt. Þær sýndu þó miklar framfarir og eru reynslunni ríkari eftir mótið. Mikil leikgleði var í liðunum og skipti þar ekki máli gengi þeirra á vellinum. 

Stelpurnar voru sáttar í mótslok og verður spennandi að sjá þessar stelpur styrkjast og dafna í starfinu hjá okkur á næstu árum.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is