Berglind Baldurs spilaði með U17

Berglind Baldurs spilaði með U17
Berglind varð bikarmeistari með 3. fl KA 2015.

Berglind Baldursdóttir spilaði með U17 ára liði Íslands gegn Austurríki í byrjun mánaðarins. Um var að ræða vináttulandsleiki í undirbúning liðsins fyrir milliriðil EM sem fram fer um næstu mánaðarmót.

Berglind spilaði rúmlega 60. mín í 2-0 sigri á Austurríki og um 20. mín í 2-2 jafntefli einnig gegn Austurríki.

Berglind lék upp yngri flokka KA en sökum búsetu foreldra hennar þá hafði hún félagsskipti í Breiðablik síðasta sumar. Frammistaða hennar þar gerði það að verkum að hún fékk samning út október 2019. Hún hefur í vetur verið í hóp hjá meistaraflokk Breiðabliks í Lengjubikarnum. Berglind er þó í Menntaskólanum á Akureyri og æfir með Þór/KA í vetur.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is