Flýtilyklar
Allt komið á fullt á svæðinu
Það hefur verið mikið líf og fjör á KA-svæðinu síðustu daga þar sem allir flokkar eru að æfa. Við bjóðum upp á eina bestu æfingaaðstöðu landsins með grænum grasvöllum og frábæru gervigrasi.
Mætingin á æfingar hefur verið mjög góð og má þar nefna að á þriðjudaginn var met mæting í 6. og 7. kv sem af er tímabilinu en um 25 stelpur mættu á sitthvora æfinguna. Sama má segja um strákana og hafa t.d. komið yfir 50 strákar á æfingu bæði hjá 5. og 6. fl og tæplega 50 strákar á 7. fl.
Á fimmtudaginn verður nóg um að vera á svæðinu. Það verður æfingar hjá flestum flokkum frá kl. 10:00-20:00 ásamt því að 2. kk spilar kl 11:00 og 4. kk spilar þrjá leiki 14:00-18:30.
Við bjóðum alla velkomna á æfingu en upplýsingar um æfingatíma eru á síðum flokkanna.