Æfingagjöld fyrir tímabilið sept 2015 til sept 2016

Tímabilið sep. 2015 til sep 2016

Flokkur Ársgjald Vetur Sumar
3. fl. f. 00 og 01 83.000 kr. 52.000 kr. 38.000 kr.
4. fl. f. 02 og 03 83.000 kr. 52.000 kr. 38.000 kr.
5. fl. f. 04 og 05 72.000 kr. 42.000 kr. 36.000 kr.
6. fl. f. 06 og 07 72.000 kr. 42.000 kr. 36.000 kr.
7. fl. f. 08 og 09 72.000 kr. 42.000 kr. 36.000 kr.
8. fl. f. 2010 > 45.000 kr. 26.000 kr. 22.000 kr.

 

Ath að núna er hægt að greiða fyrir ársgjald og er það hagstæðara en að greiða fyrir hvort tímabiliðfyrri sig.

Hægt er að dreifa greiðslum í Nóra í allt að 8 mánuði. Ef þörf er á lengri dreifingu eða semja um greiðslur þarf að hafa samband á yngriflokkarad@gmail.com

Systkinaafláttur er 10% af hverju systkini.

KA millideildaafsláttur 10%

Tómstundaávísun Akureyrarbæjar 12.000 kr. fyrir árið 2015.

Ef valið er að greiða með greiðsluseðli/um leggjast 390 kr við hvern seðil í seðilgjald. Við mælum því með því að greitt sé með kreditkorti, en þá leggst engin kostnaður við greiðsluna.

Það mun fylgja glæsileg gjöf með æfingagjöldum þetta árið en um KA handklæði er að ræða. Það verður afhennt um miðjan október og verður auglýst sérstaklega.

Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram á vefnum ka.felog.is
Leiðbeingar með skráningarferlið er hér

Innheimtuferli o.fl.

  • Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Mótus, sem er skv. ferli í félagagjaldakerfinu okkar.
  • Það er mikilvægt að hafa strax samband ef forráðamaður sér fram á að geta ekki greitt gjaldfallna greiðsluseðla.
  • Æfingagjöldin standa undir rekstri flokka og deilda og þar er megin útgjaldaliðurinn laun þjálfara félagsins.
  • Mikilvægt er að hafa samband við Yngriflokkaráð KA ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
  • Ef iðkandi hættir á miðju tímabili eru gjöldin ekki endurgreidd. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu til Yngriflokkaráðs KA. Ekki er heimilt að endurgreiða Tómstundaávísun Akureyrarbæjar.

Yngriflokkaráð.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is