Flýtilyklar
Strákarnir í 5. fl stóðu sig vel í Kópavogi
Það voru 33 drengir í fjórum liðum sem léku á Landsbankamóti Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um síðustu helgi. Það ber helst að nefna KA fékk brons í C-keppninni og silfur í D-keppninni. Strákarnir lögðu sig vel fram í leikjunum og voru margir orðnir ansi þreyttir í lok helgarinnar enda hvert lið þá búið að spila samtals sex leiki ásamt því að fara í sund, Skemmtigarðinn í Smáralind og bíó.
Þetta var fyrsta gistimót sem KA fer á árinu en þáttur foreldra er mjög mikilvægur þegar farið er á mót. Foreldraráð byrja með góðum fyrirvara að skipuleggja allt utanumhald og þegar á hólminn er komið erum við ætíð með öfluga liðstjóra sem sjá um krakkana á milli leikja. Öflugt foreldrastarf líkt og er í KA er því mjög mikilvægt til að gefa krökkunum í KA möguleika á að fara á mót og upplifa allt sem því fylgir.