4.karla A-lið í Úrslitaleik

4.karla A-lið í Úrslitaleik
Liðsmynd eftir leik við Selfoss í dag

Strákarnir mættu liði Stjörnunar, sem varð efst í A-deild, á föstudag þar sem leikurinn endaði 1-1. Það var ljóst að bæði lið þurftu að treysta á það að vinna hin tvö liðin með eins miklum mun og hægt var til að vera með hagstæðari markatölu í lokinn.

Í gær laugardag spiluðu strákarnir síðan við Grindavík sem hafði tapað á föstudag á móti Selfoss 10-1. Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða fyrir okkar menn og urðu lokatölur 11-1 fyrir KA. Á meðan vann Stjarnan lið Selfoss 2-0

Í dag var síðan mikil spenna þegar KA mætti Selfoss. Þeim leik með 4-1 sigri okkar mann og á sama tíma vann Stjarnan - Grindavík 7-2 sem þýðir að KA fer í úrslitaleikinn eftir að hafa verið með jafnmörg stig og Sjarnan en betri markatölu.

Á þessari stundur er verið að spila síðustu leikina á hinum riðlinum. Þar bendir flest til að Fjölnir vinni þann riðil og spilið við okkar stráka næstkomandi laugardag.

Við óskum strákunum og þjálfurunum þeim Agli Daða og Steina Eiðs innilega til hamingju með þennan árangur og við fylgjumst spennt með hvernig þeim gegnur í úrslitleiknum sjálfum.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is