4. fl karla Íslandsmeistarar!

4. fl karla Íslandsmeistarar!
Íslandsmeistarar 2015!

Strákarnir í 4. fl eru Íslandsmeistarar 2015 í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fjölni á Akureyrarvelli.

Fyrr um morguninn varð B-lið flokksins í 2. sæti á Íslandsmótinu sem verður einngi að teljast glæsilegur árangur.

KA-menn byrjuðu leikinn betur og náðu oft á tíðum ágætis spili. Það voru þó Fjölnismenn sem komust yfir eftir góða sókn um miðjan fyrir hálfleik. Virtist markið slá okkar menn aðeins útaf laginu og voru aðeins frá sínu besta fram í hálfleik.

Egill Daði og Steini Eiðs þjálfarar flokksins fóru vel yfir hlutina í hálfleik og komu drengirnir einbeittir til leiks þegar góður dómari leiksins flautaði leikinn á. Það skilaði árangri á fyrstu mínútu hálfleiksins þegar Þorsteinn Már Þorvaldsson skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. Eftir þetta voru KA mun líklegri en bjargaði þó Arnór Ísak Haddsson markmaður vel þegar Fjölnismaður slapp einn í gegn. 

KA komst yfir þegar Þorsteinn Már senti boltann inní eftir að boltinn barst aftur til hans eftir hornspyrnu. Ottó Björn snerti boltann en markmaðurinn varði en varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fljótlega gulltryggði Kolbeinn Fannar Gíslason KA sigurinn með glæsilegu marki þegar hann setti boltann upp í fjær hornið með vinstri fæti. 

Glæsilegur leikur hjá flottu liði sem eru verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Margir leikmenn áttu góðan dag enda náðu þeir upp virkilega góðu samspili og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Einnig vörðust þeir sem ein heild frá fremsta manni. 

A-lið KA í úrslitakeppninni:
Arnór Ísak Haddsson, Aron Elí Kristjánsson, Atli Ásgeirsson, Birgir Baldvinsson (fyrirliði), Björn Helgi Björnsson, Björn Rúnar Þórðarson, Eyþór Ernir Pálsson, Freyr Jónsson, Hafsteinn Davíðsson, Hlynur Viðar Sveinsson, Ingólfur Birnir Þórarinsson, Kolbeinn Fannar Gíslason, Kristófer Örn Gröndal, Ottó Björn Óðinsson, Viktor Smári Elmarsson, Þorsteinn Ágúst Jónsson og Þorsteinn Már Þorvaldsson.
Þjálfarar: Egill Daði Angantýsson, Steingrímur Örn Eiðsson og Gunnar Orri Ólafsson.

Við óskum þessum drengjum og þjálfurum þeirra til hamingju með glæsilegt sumar.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is