3. flokkur karla B Íslandsmeistari!

KA og Fjölnir mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokk karla B á Blönduósvelli. Fyrr í sumar höfðu liðin unnið hvort annað og endað í tveimur efstu sætum A-deildar. Liðin unnu bæði undanúrslitaleikina nokkuð örugglega og því var búist við hörkuleik sem varð raunin.

KA 2-1 Fjölnir
1-0 Ragnar Freyr Jónsson
1-1
2-1 Birgir Valur Ágústsson

Okkar menn komust yfir í fyrri hálfleik eftir að Þorvaldur Daði vann boltann og sendi á Ragnar Freyr sem gerði allt rétt og skoraði að öryggi. Fjölnismenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náði að skora eitt mark en þar við sat og framlenging staðreynd. Snemma í framlengingunni á Róbert Valur frábæra sendingu á Birgi Val sem skoraði sigurmark leiksins. 

Til gamans má geta að þetta er þriðja árið í röð sem KA verður Íslandsmeistari í 3. flokk karla B-liða sem sýnir hversu margir öflugir drengir eru að æfa í KA.

Óskum drengjunum til hamingju með þennan titil!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is