Flottir drengir á Orkumótinu

Við vorum með þrjú lið skipuð 10 ára drengjum sem kepptu á Orkumótinu í Vestmannaeyjum 24.-27. júní.

Hvert lið spilaði þrjá leiki á fimmtudegi og föstudegi og réði sætaniðurröðun á þeim dögum hvort þeir fóru upp, niður eða héldust í sama styrkleikaflokki næsta daga. Á laugardeginum voru átta liða jafningjakeppnir þar sem hvert lið spilaði um bikar. KA komst í úrslitaleikinn með KA 1 um Heimaeyjabikarinn og þar sem okkar menn höfðu betur KR 2.

Á föstudeginum var spilaður landslið-pressulið þar sem einn drengur úr hverju félagi er valin til að taka þátt í leiknum. Ari Valur sonur Atla Sveins varnarjaxls var valin fyrir hönd KA-manna í pressuliðið.

Strákarnir skemmtu sér einnig vel fyrir utan fótboltann en á dagskránni var t.d. bátsferð, skoðunarferð um eyjuna ásamt 1000 ferðum í rennibrautina í sundlauginni. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is