Verslófrí og breytingar á leikjum eftir helgi

Eftir æfinguna á morgun þá dettum við í smá Verslófrí, næsta æfing verður þriðjudaginn 8. ágúst.

Leikjaplanið hefur einnig breyst aðeins. Það er búið að finna nýjar dagsetningar á alla leiki sem var búið að fresta fyrr í sumar.

A og B liðin okkar í E riðli spila við Þór miðvikudaginn 9. ágúst og Fjarðabyggð/Leikni fimmtudaginn 10. ágúst. Heimaleikir báða dagana. Þessi sömu lið fara svo á Norðfjörð mánudaginn 14. ágúst og spila við Fjarðabyggð/Leikni
C liðið okkar í E riðli spilar við Þór miðvikudaginn 9. ágúst.

Þá er búið að leysa Hornafjarðarmálið endalausa. KA2 og KA3 í A og B liðum í E2 riðlunum fara saman til Hornafjarðar þriðjudaginn 15. ágúst og gista eina nótt.
KA3 liðin spila þann dag við Sindra, KA2 liðin spila daginn eftir  og svo spila KA3 liðin aftur á heimleiðinni við Hött á Egilsstöðum.

Endilega látið vita með góðum fyrirvara ef að einhverjir komast ekki í þessar ferðir og einnig ef að einhverjir eru til í að taka að sér fararstjórann.

http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga/?nleit=0&felag=600&vollur=%25&flokkur=420&kyn=1&samsett=0&dFra-dd=25&dFra-mm=07&dFra-yy=2017&dTil-dd=01&dTil-mm=09&dTil-yy=2017



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is