Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Æfingar hefjast að nýju á mánudaginn
03.01.2015
Sælir strákar og gleðilegt nýtt ár. Vonandi hafa allir haft það gott yfir hátíðarnar og borðað vel :) Nú er að koma okkur aftur í gang og það gerum við á mánudaginn kl. 16:00 á KA vellinum. Annars má sjá frekari dagskrá vikunnar hér fyrir neðan.
Lesa meira
Jólagjöfin í ár: Arsenalskólinn 2015
18.12.2014
Fótboltaskóli Arsenal fer fram í sjötta sinn á KA svæðinu í júní 2015. Skráning á www.ka-sport.is/arsenal.
Lesa meira
Jólafrí
14.12.2014
Sælir strákar. Á laugardaginn tókum við síðustu æfingu fyrir jólafrí þar sem foreldrar öttu kappi við okkar drengi og það má með sanni segja að allir hafi haft gaman af. En núna erum við komnir í jólafrí og hefjum æfingar aftur mánudaginn 5.janúar. Við þjálfarar óskum leikmönnum og foreldrum gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira
Síðasta vikan fyrir jólafrí
08.12.2014
Sælir strákar. Þá er komið að síðustu æfingaviku okkar fyrir jólafrí. Á mánudag verður ekki venjuleg æfing á KA vellinum vegna snjóalaga á vellinum en þess í stað verður leikmannafundur inn í KA heimili í staðinn. Svo á laugardaginn er foreldrafótbolti þar sem allir foreldrar eru hvattir til að mæta og spila við strákana. Annars má sjá dagskrá vikunnar fyrir neðan.
Lesa meira
Leikir við Þór um helgina í Boganum
05.12.2014
Sælir strákar. Tveir hópar hjá okkur munu spila við Þór um helgina í Boganum. Annar hópurinn spilar kl. 09:00 á laugardag en seinni hópurinn kl. 12:00 á sunnudaginn. Þar sem við þurfum að notast við æfingatímann okkar í fyrramálið þá verður frí hjá þeim drengjum sem ekki spila um helgina. Nánar fyrir neðan....
Lesa meira
Leikir um helgina
04.12.2014
Sælir strákar. Eins og við höfum rætt á æfingum þá áttu að vera leikir nú um helgina við Þór á KA vellinum. Þar sem það hefur snjóað töluvert síðustu daga og völlurinn ófær þá munum við taka stöðuna á föstudagskvöld og láta vita hér á síðunni.
Lesa meira
Fyrsta vikan í desember
30.11.2014
Sælir strákar. Minnum á æfingar vikunnar sem eru með venjulegu sniði. Ef upp koma leikir hjá okkur þá mun það birtast hér á síðunni.
Lesa meira
Æfing á laugardag
28.11.2014
Sælir strákar. Allir leikmenn eru á æfingu kl. 09:00 á morgun á KA vellinum. Sjáumst ferskir.
Lesa meira
Dagskrá vikunnar
24.11.2014
Sælir strákar. Vikan verður að öllum líkindum með sama sniði og áður en þó gæti verið að einhver leikur verði spilaður í vikunni. Ef svo er þá verður látið vita í tíma hér á síðunni. En annars lítur vikan svona út..
Lesa meira
Leikur og æfing á laugardag.
21.11.2014
Sælir strákar. Á morgun laugardag er æfingaleikur hjá hluta okkar leikmanna við 4.fl kvk á KA vellinum kl. 10:00. Þeir leikmenn sem koma ekki fram hér fyrir neðan eiga að mæta á æfingu kl. 09:00
Lesa meira
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA