Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
2001 Árgangur. Greiðsla vegna Stefnumóts
14.03.2015
Þátttökugjald sem allir þurfa að greiða er tóku þátt á Stefnumótinu sem haldið var um síðustu helgi er kr. 4.000,-
Vinsamlegast leggið upphæðina inn á eftirfarandi reikning:
Munið að setja í skýringu nafn stráksins og senda tilkynningu á jhp@rviv.is
Reikningur árg. 2001 er 162-05-260496 og kennitalan er 490101-2330
Lesa meira
Enginn æfing í dag vegna veðurs
14.03.2015
Sælir strákar. Enginn æfing verður í dag vegna veðursins sem gengur yfir þessa stundina.
Lesa meira
Stefnumóti lokið og næsta æfingavika
08.03.2015
Sælir strákar. Nú er Stefnumótinu lokið og við getum verið sáttir við okkar frammistöðu. Það voru fjölmargir góðir punktar í okkar leik sem við getum tekið með okkur í áframhaldandi undirbúning fyrir sumarið. Nú er bara að vera duglegir að æfa og sjá til þess að við verðum klárir þegar Íslandsmótið hefst. Dagskrá vikunnar má sjá fyrir neðan...
Lesa meira
Breytingar
06.03.2015
Fjölnir kemur ekki á mótið sökum færðar. Fyrstu leikir eru þó eins en kemur nýtt leikjaplan inná heimasíðu mótsins seinna í dag.
Lesa meira
Handbók, leikjaplan o.f.l. fyrir Stefnumótið
04.03.2015
Nú er búið að manna allar vaktir og er þátttaka mjög góð.
Hér fyrir neðan er hlekkur á handbókina sem hefur að geyma dagskrána, nöfn og símanúmer umsjónarmanna, leikjaplan og reglur mótsins. Gott er að sækja (download) bókina og setja í símann eða prenta út.
Einnig er hlekkur á vaktirnar sem þið hafið skráð ykkur á en þennan hlekk er alltaf hægt að skoða. Gott er að skoða hvort þú ert ekki skráð/ur á rétta vakt. Mikilvægt er að mæta tímanlega á allar vaktir. Arnar Gauti 844-2771 ætlar að hitta alla matarumsjónarmenn og fara yfir málin hvað gera á og hvernig á föstudag kl. 18:00 í Glerárskóla.
Eftir að umsjónarmenn hafa tekið hinni postulegu kveðju frá Arnari Gauta eru þeir færir um að taka af skarið, sjá um að leiðbeina öðrum og eru tengiliður við við Gauta.
Petra 892-1698 og Arna 660-0017 munu sjá um að allt gangi smurt á vöktunum í Glerárskkóla. Þeir sem hafa skráð sig á vaktir þar verða að sækja sér verkefnalistann fyrir skólann með því að smella á hlekkinn sem er einnig hér fyrir neðan.
Foreldraráð.
Lesa meira
Stefnumótið 2015
04.03.2015
Sælir strákar. Á föstudaginn hefst Stefnumótið í Boganum og vonandi að allir séu orðnir spenntir fyrir komandi leikjum. Munum að undirbúa okkur á viðeigandi hátt, fara snemma í háttinn og hugsa sérstaklega vel um sig um helgina. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem spila um helgina ásamt frekari upplýsingum...
Lesa meira
Æfingar vikunnar og skráning á Stefnumót
02.03.2015
Sælir strákar,
Næstu helgi munu þrjú lið frá okkur spila á Stefnumótinu sem haldið verður í Boganum. Við þjálfarar viljum biðja þá leikmenn sem ætla að taka þátt að kvitta undir þessa frétt með nafni. Annars má sjá æfingar vikunnar fyrir neðan..
Lesa meira
Æfingin á laugardaginn
27.02.2015
Æfingin á laugardag er á KA vellinum kl. 09:00. Það er stutt í mót og því hvetjum við leikmenn eindregið til að vera duglega að mæta á æfingar.
Lesa meira
Æfingar vikunnar
23.02.2015
Sælir strákar. Á mánudaginn munum við fara saman í sund á okkar æfingatíma þar sem KA völlurinn er ekki spilfær. Annars má sjá æfingar vikunnar hér fyrir neðan...
Lesa meira
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA