Mikilvægar upplýsingar: Vetraræfingar, frí, Nikulásarmót

Komiði sæl,
Hér koma mikilvægar upplýsingar um næstu vikur. Endilega lesa vel. Einnig er skráning á Nikulásarmót hérna neðst í fréttinni

Í dag (föstudag) er síðasta sumaræfingin. Í næstu viku æfum við þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 14:00. Síðan er Nikulásarmótið og er skráning hér neðst. Síðasti skráningardagur á Nikulásarmótið er miðvikudagurinn 24. ágúst og er skráning bindandi og verður ekki bætt við eftir á. Þetta er dagsmót sem fer fram sunnudaginn 28. ágúst og kostar 2500kr per keppanda. Það er greitt á staðnum til liðsstjóra liðs barnsins og gerir liðstjóri upp við mótsstjórn. Þetta mót er með svipuðu sniði og Strandarmótið.

Mánudaginn 29. ágúst ætlum við svo að hafa sumarslútt 7. flokks karla frá 16:00-17:00 á KA-velli þar sem við boðum alla foreldra í svokallaðan foreldrafótbolta og svo munum við gæða okkur á annaðhvort pylsum eða pizzum í kjölfarið :) Eftir þessa æfingu fer flokkurinn í frí og hefjast æfingar aftur 6. september en þá verður árgangur 2008 kominn í 6. flokk en 2009 og 2010 skipa 7. flokkinn. Æfingataflan er klár og hana má finna með því að smella hér



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is