Vestmannaeyjar o.fl.

Ákveðið var á foreldraráðsfundi að stefna á Vestmannaeyjar í ljósi þess að skoðunarkönnunin kom mjög vel út.

Leikið er 11.-13. júní í Eyjum. Þar sem er byrjað að spila snemma á fimmtudagsmorgninum mæta liðin miðvikudaginn 10. júní.

Fyrsta fjáröflunin verður núna í janúar og verður það dósasöfnun. Foreldraráðið auglýsir það nánar síðar.

Mótaskrá 5. kv 2015
27. febrúar - 1. mars Goðamót Boginn Akureyri
11.-13. júní Pæjumót Vestmannaeyjar
Miðjan júlí Símamótið Kópavogi
Ásamt Íslandsmóti sem er leikið um sumarið

Annars þá hafa stelpurnar staðið sig mjög vel á æfingum það sem af er árinu og erum við þjálfarnir ánægðir með þær.

kv. Alli og Sandra María



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is