Þór - KA UMSÖGN

Fyrst þá voru Þórsarar ekki komnar með allt B lið sitt klukkan 17:00 og það var þess vegna ræst A:liðinu til að hefja þetta á tíma.

**Það sem við ætluðum að laga fyrir næsta leik var að ná að halda stöðum og að færa og telja rétt. Einnig ætluðum við að "selja" okkur minna sem leikmenn og stýra Þórsurum frekar til vinstri eða hægri, og ná að mynda góða 4 manna vörn þegar Þór sóttu.
Þarna sjaið þið að það var ekkert sóknarlegt sem við lögðum upp með, líkt og að skora fleiri mörk eða neitt slíkt. Mörkin koma ÞEGAR við höfum náð að laga þessa hluti.

A:
Náðu að halda boltanum betur á milli sín en í síðasta leik, og sendingar tókust oftar. Enn og aftur var það einstaklingsframtak Þórsara sem tryggði þeim þessi mörk, en ekki voru þær að ná að yfirspila okkur líkt og margar kunna að halda. Vörnin hélt vel en við náðum ekki að vera alveg nógu beittar fram á við en það var kannski vegna þess að við lögðum ekki upp með þá hluti fyrir leikinn og skiptir ekki máli núna.  Þegar við Á og G horfðum yfir leikinn almennt þá var búið að laga margt og annað ekki alveg komið, eins og að ná að HALDA HAUS þegar við fáum á okkur mark. Þá myndast oft paník, sem eðlilegt er, og við ætlum að skora tvö mörk í einni sókn af því að við erum að drífa okkur svo rosalega. Þarna eigum við að gefa okkur betri tíma og gera betur.  Það tekur bara nokkrar sekúndur að skora mark, munið það.

B:
Í hálfleik þegar við kölluðum stelpurnar til okkar vorum við Gunnar rosalega sáttir og nú ættu A: liðsmenn að taka vel eftir og lesa vel yfir. Það sem kom betur fram í þeim leik var að það voru EKKI til einstaklingar hjá Þór sem gátu gert það sem einstaklingar þeirra gátu gert í A:liðinu.   Þarna þurftu þær eins og við, að treysta á liðið í heild sinni. En okkar lið gegn þeim var sterkara. Til útskýringar; Sendingar, hlaup án bolta, að ná að halda stöðum, og uppspil svo sé eitthvað tekið fyrir var betra hjá okkur en þeim. Þarna skein í ljós það sem við við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðinn mánuð á æfingum og það sást betur þarna þrátt fyrir að við sáum alla þessa jákvæðu hluti í báðum leikjunum. Það kom bara betur fram í B: liðs leiknum. Ótrúlega flott og fínt.

Að lokum. Við Gunnar horfum á hreyfingar og hlaup allra leikmanna, líka Þórsara.
Við teljum ekki mörkin þegar að æfingaleikir eiga sér stað, við fylgjumst með ÖLLU hinu sem gerist innan vallar. Þess vegan vitum við þegar við segjum að KA var að okkar mati betra liðið í B og jafn gott í A.

Mætum á æfingar, hlustum og náum að gera betur en síðast!

Ásgeir og Gunnar Orri

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is