Þór/KA dagur á þriðjudaginn

Við byrjum vikuna með stæl eftir verslófrí með Þór/KA æfingu kl. 16:15 á KA-velli.

Við munum æfa með stelpunum úr 5. fl í Þór en á sama tíma munu aðrir flokkar í 3.-7. fl gera slíkt hið sama. Leikmenn Þór/KA munu mæta á svæðið og munu 4-5 leikmenn Þór/KA stjórna 5. fl æfingunni.

Þegar æfingin er búin verða grillaðar pylsur og almenn stemning.

Þessi æfing kemur í staðinn fyrir venjulega æfingu og er þetta því fyrsta æfing eftir verslófrí.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is