Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Símamót 2014 - Skráning
Símamót 2014
Sæl verið þið
Nú styttist í Símamótið og líður að því að við þurfum að vita hverjar ætla að vera með. Skráningarfrestur er til 25.júní. Áætlaður kostnaður er 17.000 og er þá allt innifalið. (Farið verður á einkabílum á mótið eins og undanfarin ár.) Þær sem tóku þátt í fjáröflun í vetur fá sína inneign dregna frá gjaldinu. Upplýsingar um inneign fást hjá Jóhönnu með því að senda fyrirspurnir á johannam@akureyri.is .
Gjaldið þarf að greiða fyrir 3.júlí og leggja inn á reikning:
162-05-260293 Kt. 490101-2330
Senda kvittun til Jóhönnu með nafni stelpu sem skýringu.
Liðstjórar ef það eru einhvejir sem hafa áhuga á að vera liðstjórar allan tímann þá er það vel þegið en annars stefnum við að því að skipta með okkur vöktum. Fimmtudagur 17. júlí frá kl. 17 að fyrsta leik 18.júlí (tveir á vakt).
Föstudagur 18.júlí frá fyrsta leik og framyfir kvöldmat (tveir á hvert lið)
Nóttin frá ca. kl.19 að fyrsta leik 19.júlí (tveir á vakt).
Laugardagur 19. júlí frá fyrsta leik og framyfir grill og landslið/pressuleik (tveir á lið). Nóttin frá ca.kl. 19 fram að fyrsta leik 20.júlí (tveir á vakt).
Sunnudagur 20.júlí frá fyrsta leik að mótslokum (tveir á lið). Þetta þýðir að við þurfum að manna 16-20 vaktir eftir því hvort lið verða 2 eða 3.
Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar um nafn, símanúmer og það hvenær þið viljið helst taka vaktir og munum við reyna að koma til móts við það eins og hægt er.
Við leitum líka til ykkar um nesti, ef einhverjir hafa sambönd, geta útvegað brauð, safa, skinku, ost eða ávexti. Og ef einhverjir eru tilbúinir að baka skúffuköku, eða annað bakkelsi fyrir stelpurnar þá væri það vel þegið. Takið það fram við skráningu. Nánari upplýsingar koma svo síðar.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA