Myndaleikur TM móts í Eyjum

Leikurinn felur í sér að hvert lið sendir inn skemmtilega mynd af hópnum. Þessi keppni á að efla liðsandann og hrista alla saman fyrir mótið. Við mælum við með því að gera mikið úr þessum leik á æfingu og leyfa börnunum að koma með hugmyndir að því hvernig myndin á að líta út.
 
Nánari upplýsingar;
1.   Hvert lið má senda eina mynd.
2.   Mynd má senda á postur@tm.is
4.   Skilafrestur mynda fyrir TM mótið er til 3.júní.
5.   Myndirnar birtast á facebooksíðu TM.
7.   Við val á bestu myndinni er farið eftir því hversu mikið hefur verið lagt í útfærslu, frumleika myndarinnar, einnig skipta „like“ á facebook máli en eru ekki algild. Dómnefnd mun því vinna krefjandi en skemmtilegt verk.
8.   Tilkynnt verður um verðlaunamyndina í lok dags 10.júní á facebooksíðu TM og verðlaun veitt á mótinu.
 
Verðlaunin eru út að borða og í bíó fyrir alla liðsmenn og þjálfara.
Við minnum einnig á #tmmotid fyrir þá sem verða duglegir að taka myndir á símann á mótinu.
Gangi ykkur vel!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is