KSÍ hlutkesti...úrslit

...því miður töpuðum við hlutkesti gegn Þór

Förum því ekki í úrslitakeppni um helgina suður.

Íslandmótið, eins og ég og Gunnar komum inn á í gær eftir leikinn við Völsung, hefur verið leitt i allt sumar af okkur og tveir tapaðir leikir geta farið svona með mann. En bætingin á einu ári er gríðarleg stelpur!

Ekki hengja haus, hugsum frekar hvað við höfum verið góðar og bætt okkur mikið. Þá má fara að hugsa um næsta ár!

Sjáumst á æfingu á morgun og æfum BESTA fagnið sem við ætlum að sýna á lokahófinu á föstudaginn.

Nánar um lokahófið á morgun hér á síðunni.

Við Gunni erum stoltir af ykkur!!

Á og G



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is