Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Húsvíkurferðin
Við förum með flottan hóp til Húsavíkur þar sem verkefni dagsins er að spila gegn heimastúlkum úr Völsungi. Við verðum með fjögur lið og munum við spila á hálfum stórum velli 8 gegn 8. Sú breyting átti sér stað á síðasta ársþingi KSÍ að það var fjölgað um einn leikmann í hvoru liði á leikjum á vegum KSÍ. Því munum við prófa að spila þannig á Húsavík.
Það er brottför kl 15:00 frá KA-heimilinu og er áætluð heimkoma um kl 20:00. Kostnaður er 2500 kr fyrir stelpu og skal koma með pening við brottför.
Við skiptum í fjögur lið á staðnum og spilar hvert lið þrjá 1x18 mín leiki á tímanum 16:45-19:00.
Best er að stelpurnar komi klæddar í keppnisfötum ásamt því að vera með hlýrri föt, nesti og vatnsflösku.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA