Halda bolta á lofti áskorun

Að halda bolta á lofti er frábær tækniæfing sem stelpurnar geta æft sig hvar sem er svo framarlega sem þær hafa bolta. Sérstaklega er mælt með að stelpurnar æfi sig í að halda bolta á lofti með rist.

Með aukinni færni í að halda bolta á lofti þá fá stelpurnar betri tilfinginu fyrir boltanum sem er mikill kostur í fótbolta.

Til að byrja með þá þarf mikla þolinmæði þar sem það getur tekið langan tíma að ná tökum á að halda bolta á lofti. Það hefur þó sýnt sig að með æfingu þá koma framfarir þó vissulega koma þær mishratt eftir einstaklingum.

Áskorunin er að ef flokkurinn fær 30 stig þá fer allur flokkurinn í ísferð eftir æfingu á heitum og góðum sumardegi.

Stigagjöf:
1 stig - 10 snertingar með rist
2 stig - 30 snertingar með rist
3 stig - 50 snertingar með rist
5 stig - 100 snertingar með rist
Bónusstig - 20 skallar

Þjálfarar þurfa að sjá þegar stelpan nær einhverju að ofantöldu eða þá fá sent video af afrekinu.

Til að halda utan um hvað við erum með mörg stig verður listi hérna á heimasíðunni hvaða stelpur eru búnar að fá stig.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is