Hæfileikakeppnin á Pæjumótinu!

Núna þurfum við að fara peppa okkur upp fyrir Pæjumótið!!

Eins og við vorum búin að tala um þá verður hæfileikakeppni þurfa stelpurnar að vera klárar með atriði í síðasta lagi mánudaginn 8. júní. Það þarf þó að fara hugsa strax um það þannig atriðið verði flott.

Frá Pæjumótinu:
Sælar stelpur eruð þið ekki byrjaðar að æfa atriði fyrir Hæfileikakeppnina???

Þau lið sem ætla að taka þátt í hæfileikakeppninni á TM mótinu 2015 eru vinsamlegast beðin um að senda tónlistina í rafrænu formi (Athugið að ég tek ekki á móti youtube linkum) ásamt nafnalista þáttakenda í atriðinu á vefpóstinn aradia@simnet.is í síðasta lagi fyrir 8. júní n.k.
Ef allt liðið er að sýna atriðið þá er nóg að segja að allt liðið tekur þátt.
ATH atriðin mega ekki vera lengri en 3 mín.
Hlakka til að sjá ykkur Smile
 
Kær kveðja
Alma


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is