Goðamót - upplýsingar

Um helgina verðum við með flottan hóp á Goðamótinu. 

Þátttökugjaldið
er 5.000 krónur. Láta gjaldkera hvers liðs hafa 5000 kr í pening.

Innifalið er fótboltamótið, mótsgjöf frá Goða, frítt í sund í Glerárlaug á fyrirfram ákveðnum tímum, ís í Ísgerðinni Kaupangi á laugardegi, liðsmyndatökur á föstudegi, hádegismatur í Glerárskóla á laugardegi, Goðapylsur í Hamri á sunnudegi.

Ísferð í Kaupang: Þátttakendum frá Akureyrarliðunum er frjálst að fara á eigin vegum í Ísgerðina í Kaupangi og þiggja ísinn, í stað þess að þurfa að festa sig við ákveðna tímasetningu á rútuferð frá Hamri. Sýna þarf mótsarmbandið til að fá ísinn og gildir þetta á þeim tíma sem opið er í Ísgerðinni á laugardegi þegar viðkomandi mót fer fram. Ísgerðin býður einnig fjölskyldum þátttakenda upp á 20% afslátt þá helgi sem mótið fer fram. Liðsstjórar sem hyggjast nýta rútuferðina þurfa að hafa samband við mótsstjóra á föstudegi.

Heimasíða mótsins

Sjá hér ýmsar tímasetningar (ath morgun- og kvöldmatur er einungis fyrir liðin sem gista).

Leikjaplan

Gjaldkeri fyrir hvert lið safnar saman mótsgjaldinu fyrir allt liðið og kemur því á mótsstjóra. Gjaldkerinn er merktur með (G) fyrir aftan nafn dóttur hans í liðsskipan.

Ísstjóri fyrir hvert lið tekur ákvörðun í samráði við hina foreldrana í hans liði hvort eigi að fara með rútunni í ísferðina á laugardeginum eða þá einkabílum og þá hvenær. Ef farið er með rútunni skal láta mótsstjóra vita. Ísstjórinn er merktur með (Í) fyrir aftan nafn dóttur hans í liðskipan.

Hádegismeistari fyrir hvert lið fer með liðinu í hádegismat í Glerárskóla á laugardeginum og er merktur með (H) fyrir aftan nafn dóttur hans í liðsskipan.

5. fl kvenna KA-lið
Stelpurnar eiga að vera mættar 30 mín fyrir fyrsta leik á föstudegi en annars 20 mín fyrir leik. Stelpurnar eiga alltaf að mæta á völlinn sem þær eru að fara spila nema annað komi fram.

KA 6: Áslaug Ýr (G), Ásta Karítas, Bjarney Hilma (Í), Bríet Hólm, Brynja Karítas, Friðrika Vaka, Jóna Birna (H) og Lilja Rut.

KA 5: Elín Rósa, Aníta Ruth, Aþena Mjöll (H), Áslaug Lóa, Berglind Ósk, Helena Hafdal (G), Máney Lind, Sigrún María (Í) og Viktoría Sól.

KA 2: Bríet Jóhanns (H), Emma Ægis, Heiðrún Hafdal, Ísabella Nótt, Lana Sis, Rut Marín, Sigrún Rósa (G) og Sigurbjörg Brynja (Í).

KA 3: Elsa Dögg (G), Gógó, Hanna Klara, Hildur Sigríður (Í), Iðunn María, Júlíanna Ruth, Kamilla Hrund, Helga Dís (H) og Rut (úti).

KA 1: Amalía Árna, Herdís Agla, Iðunn Rán (Í), Ísabella Júlía, Sara Mjöll (G), Sonja Kristín (H), Tanía Sól og Tinna Lind.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is