Goðamót og æfingar næstu vika 3 - 10. mars

Sælir foreldrar

Þá er  góðu móti lokið og eiga að okkar mati þórsarar heiður skilinn fyrir gott og vel skipulagt mót í alla staði.
 
Vonandi skemmtu sér allir jafn vel og við þjálfararnir. Þ.e. stelpurnar og þið foreldrar sömuleiðis.
Það er alltaf gaman að taka þátt í stóru móti sem þessu og spila við önnur lið en við gerum venjulega og er þetta góður undirbúningur fyrir Fjarðarálsmóti í mai og Símamótið í júlí.
 
Allar fengu þær aukaverðlaun sem var Goðapoki og eyrnaskjól. 
Ég er með einn poka sem varð eftir. 
Ef það er einhver sem á eftir að fá slík verðlaun þé er bara að láta vita.
 
Hvað varðar æfingar í næstu viku, þá er frí á þriðjudag. 
Fimmtudagur verður skemmtilegur og fer mikið í spil og reitarbolta. 
Frí er svo aftur á laugardeginum.
 
Ein æfing er nóg eftir slíka keyrslu sem hefur verið í gangi þessa helgi.
 
Þökkum fyrir okkur og gott mót
Á og G


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is