Foreldrafundur mið. 3. maí

Foreldrafundur mið. 3. maí
Stefnir í skemmtilegt sumar!

Það verður foreldrafundur um sumarið, Íslandsmótið og Eyjar miðvikudaginn 3. maí kl 20:00 í KA-heimilinu.

Í byrjun fundarins munum við fara yfir æfingar í sumar, Íslandsmótið og Símamótið ásamt öðrum málum um flokkinn.

Í kjölfarið verða þeir foreldrar sem eiga stúlku sem er að fara til Eyja lengur og við förum vel yfir það mót.

Það er því mikilvægt að allir mæti þannig þeir séu með á nótunum fyrir sumarið hvort sem þeirra stelpa fari til Eyja eða ekki.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is