Flott dagskrá í tengslum við A-landsliðið

Okkar æfing er kl 10:00 en í kjölfarið er tilvalið fyrir stelpurnar að vera lengur og horfa á A-landsliðið.

Í lok okkar æfingar mun A-landsliðið spjalla við okkur.

Í kjölfarið mun A-landsliðið æfa kl. 11:00-12:30 en þetta er svo kölluð opin æfing þar sem allir eru velkomnir að horfa á þær æfa.

Um kl 13:00 ætlar A-landsliðið að vera í Hamri að gefa eiginhandaáritanir, myndatökur og spjall. 

Það er því tilvalið fyrir stelpurnar að taka vel á því á okkar æfingu og í kjölfarið vera áfram á svæðinu.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is