Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Fjáraflanir: Dósasöfnun og íssala
Heil og sæl!
Þá er komið að dósasöfnun og næstu fjáröflun. Við ætlum að ráðast í dósasöfnun mánudaginn 23. mars og hittast kl. 17:00 í KA heimilinu. Þeir sem vilja og geta mega gjarnan koma á bíl. Þetta er hreinn ágóði og lúmskt mikið sem safnast, oft frá 3-5000 kr. á stúlku ef vel gengur.
Ágóði af hverri seldri pizzapakkningu var 800 kr. og safnast á einstaklingsbasis eins og annað hjá okkur.
Við ætlum einnig að bjóða upp á ískassa frá Emmessís til sölu og biðjum ykkur að senda fjölda pakkninga á netfangið asa@krummi.is fyrir föstudaginn 27. mars. Ísinn kemur eftir páska, við auglýsum dagssetningu og tíma þegar nær dregur. Um er að ræða kassa með:
2 x Hnetutoppur
3 x Trúður
3 x Smarttoppur
3 x Appelsínu lurkur
4 x Sóla stöng
3 x Epla lurkur
Við seljum kassann á 3000 kr. og fáum 1500 kr. út úr hverjum kassa.
Bestu kveðjur,
Anna Marit, Jóhanna María, Ingvar Már og Ólöf Ása
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA