Dansæfingar fyrir Eyjar!

Á TM-mótinu í Vestmannaeyjum er mjög flott hæfileikakeppni. 

Hæfileikakeppnin er stór þáttur í dagskránni á TM mótinu og öll lið með flott atriði. Mikilvægt er að allir séu jákvæðir og glaðir með þetta bæði börn og fullorðnir og lítum við á þetta sem gott og skemmtilegt hópefli fyrir ferðina. Við erum búin að fá Evu Reykjalín dansdívu með meiru í þetta verkefni með okkur og er hún búin að semja dans sem hún ætlar að kenna stelpunum næstu vikurnar. Æfingarnar verða á miðvikudögum 14:30-15:30/16:00 og verða í KA-heimilinu. 

Allir að setja þetta núna í reminderinn sinn  þetta verður geggjað .



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is