Dalvík á miðvikudaginn

Við fengum því miður ekki nógu marga ökumenn og hefur verið pöntuð rúta á liðin tvö sem fer frá KA heimilinu klukkan 14:30 eða 15:30 á miðvikudaginn. (Staðfest brottför fæst á morgun þriðjudag á æfingu, en við erum að reyna að flýta leikjum um klukkutíma) leikirnir eiga að vera klukkan 17:00 eins og staðan er i dag.

Allar taka því með sér 2000 krónur ISK. Ekki gleyma því!

Stelpur!  Það vantar búninga úr A - liðinu síðan úr Þórsleiknum, takið þá með ykkur á miðvikudaginn þið sem fóruð óvart með þá heim.

Stelpurnar þurfa að borða vel áður en þær fara og taka með sér hollt og gott nesti til að borða eftir leik.  Farið verður heim strax eftir leik B: liða. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is