Boginn á þriðjudaginn

Hér eftir verða allar æfingar í Boganum nema annað komi fram.

Í dag spiluðum við 3x20 mín leiki á tveimur völlum. Á öðrum vellinum höfðum við betur með nokkrum mörkum og á hinum höfðu Völsungar betur með nokkrum mörkum eins og gengur og gerist. Klárlega margir jákvæðir punktar en einnig margt sem hægt er að gera betur. Það stefnir því í spennandi vetur þar sem stelpurnar hafa verið mjög jákvæðar fyrir að vilja bæta sig á flestum æfingum.

Við stefnum á að spila næst eftir 2-3 vikur og þá líklega gegn Þór.

Laugardaginn 25. október þá verður frí þar sem það er haustfrí í skólunum.
 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is