Æfingar fram að Goðamóti

Það er smá breytt snið á æfingum fram að Goðamótinu. Það verður ekki æfing á laugardaginn vegna Stefnumóts 3. kk. Þegar við höfum ekki getað æft á laugardegi höfum við bæði haft æfingar á miðvikudegi og föstudegi. Báðar æfingarnar eiga það sameiginlegt að þær voru mjög góðar en mætingin hefði getað verið betri. Það er þó ljóst að margar stelpur eru í öðru sem gæti verið árekstur við. Til að tryggja að sem flestar komist a.m.k. 3x í þessari viku þar sem stutt er í mót þá bjóðum við upp á tvær aukaæfingar í vikunni. Að sjálfsögðu þær sem hafa tíma og áhuga mega mæta á báðar.

Þriðjudaginn fyrir mót ætlum við að spila í Goðamótsliðunum gegn öðrum KA-liðum.

14. Þriðjudagur 15:45-17:00 Boginn

15. Miðvikudagur 14:30-15:30 KA-völlur

16. Fimmtudagur 16:00-17:00 Boginn

17. Föstudagur 14:30-15:30 KA-völlur

21. Þriðjudagur Boginn, auglýst síðar hvenær hvert lið spilar

23. fimmtudagur 16:00-17:00 Boginn

24.-26. föstudagur til sunnudags Boginn - Goðamót!!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is