Upplýsingar fyrir Landsbankamót

Viljum minna á að síðasti dagur til greiðslu er í dag! Leggja inná reikn: 0162-05-260357                kt: 490101-2330, senda staðfestingu á blinda@internet.is og MUNA að setja nafn stráks í skýringu/tilvísun!

Okkur langar að biðja nokkra foreldra til að baka fyrir strákana, eitthvað sem þeir geta fengið sér í kaffinu og kvöldkaffinu (skúffuköku, skinkuhorn, pizzasnúða, muffins eða hvað ykkur dettur í hug). Ef þið sjáið ykkur fært um að baka megið þið setja það í athugasemd hérna fyrir neðan.

Strákarnir gista í Smáraskóla, hann er við hliðina á Fífunni en mótið fer fram þar. Nóg verður um að vera hjá strákunum um helgina fyrir utan leikina, en þeir fara í bíó, skemmtigarðinn og sund :) Það sem er innifalið í mótsgjaldinu hjá Breiðablik er meðalannars: Bíómiði í sambíóin, 2500 kr. inneign í Smáratívolí, Boost-drykkur eftir hvern leik ásamt ávöxtum, bakpoki með glaðning í.

Við sjáum um morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimál. Á föstudagskvöldinu borða þeir á BK-kjúklingi og verður pöntuð pizza á laugardagskvöldinu. Á heimleiðinni á sunnudeginum verður stoppað í Borgarnesi og fengið sér hamborgara. Fyrir rútuferðina suður biðjum við ykkur um að nesta strákana vel!

Liðstjórar:

  • Lið 1: Ingvar s. 663-5518
  • Lið 2: Þórður s. 820-1227
  • Lið 3: Stebbi s. 866-8009
  • Lið 4: Ómar s. 663-0617

Gátlisti:

  • Dýna (teppi undir dýnu)
  • sæng og koddi (svefnpoki)
  • tannbursti og tannkrem
  • sundföt
  • handklæði
  • takkaskór
  • stuttbuxur (KA, ef á)
  • gulir sokkar (ef á og til skiptanna)
  • legghlífar
  • brúsa
  • föt til skiptanna
  • útiföt (hafa föt eftir veðri, verða eitthvað úti og labba á milli staða)
  • ATH! símar, ipod, ipad, leikjtölvur o.s.frv. eru ekki leyfð í ferðinni og ekki nammi og gosdrykkir!
  • strákarnir mega endilega taka með sér einhver spil
  • bók eða eitthvað til að lesa fyrir svefninn
  • þeir þurfa ekki að taka með sér neinn vasapening

Þjálfararnir setja inn leikjaplanið á morgun. Við getum ekki sagt til um hvenær heimferð verður en það ræðst af gengi liðanna á föstud og laugard hvenær þau spila á sunnudeginum. Biðjum ykkur um að fylgjast vel með hérna á síðunni, við setjum það inn um leið og við vitum eitthvað.

Það verður lagt af stað stundvíslega frá KA-heimilinu kl. 7 á föstudagsmorgninum!

Ef það eru einhverjar spurningar þá sendið endilega póst á okkur í foreldraráðinu :)





Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is