Skráning á Goðamótið

Goðamótið fyrir 5. flokkinn fer fram 17.-19. mars í Boganum. 

Mótsgjald er 5.000 kr fyrir okkur ka menn og innifalið er auk fjölmargra fótboltaleikja þá er aðgangur að Glerárlaug, hádegisverður á laugardegi, liðsmyndatökur á föstudegi, Goða pylsur á sunnudegi og ís í Ísgerðinni.

Við ætlum að hafa skráningu í kommentum hérna og opna út vikuna.

Upplýsingar fyrir þátttakendur frá K.A.

Þátttökugjaldið er 5.000 krónur 
Innifalið er fótboltamótið, mótsgjöf frá Goða, frítt í sund í Glerárlaug á fyrirfram ákveðnum tímum, ís í Ísgerðinni Kaupangi á laugardegi, liðsmyndatökur á föstudegi, hádegismatur í Glerárskóla á laugardegi, Goðapylsur í Hamri á sunnudegi. 

Ísferð í Kaupang: Þátttakendum frá Akureyrarliðunum er frjálst að fara á eigin vegum í Ísgerðina í Kaupangi og þiggja ísinn, í stað þess að þurfa að festa sig við ákveðna tímasetningu á rútuferð frá Hamri. Sýna þarf mótsarmbandið til að fá ísinn og gildir þetta á þeim tíma sem opið er í Ísgerðinni á laugardegi þegar viðkomandi mót fer fram. Ísgerðin býður einnig fjölskyldum þátttakenda upp á 20% afslátt þá helgi sem mótið fer fram. 

Liðsstjórar sem hyggjast nýta rútuferðina þurfa að hafa samband við mótsstjóra á föstudegi. 
Greiða þarf þátttökugjaldið í einu lagi fyrir hvert lið (eða öll liðin saman), en ekki þannig að einstaklingar komi og greiði hver fyrir sitt barn hjá mótsstjórn. Foreldraráð í flokknum eða liðsstjórar viðkomandi liða komi þá til gjaldkera á föstudegi (eða í síðasta lagi strax eftir fyrsta leik liðs á laugardegi) og gangi frá greiðslunni.

Einnig má leggja inn á 0565-26-147500, kt. 670991-2109, staðfestingarpóstur sendist á godamot@thorsport.is, og mikilvægt að taka fram nafn félags, hvaða mót og hvaða lið.

Boðið er upp á systkinaafslátt ef börn úr sömu fjölskyldu (eða sama barn) taka þátt í fleiru en einu Goðamóti. Þá þarf að senda tölvupóst til godamot@thorsport.is með nöfnum barnanna og taka fram í hvaða mótum þau taka þátt. Systkinaafsláttur: Fyrsta barn greiðir fullt gjald (5.000 kr.), en annað, þriðja o.s.frv. greiða hálft gjald (2.500 kr.)

Upplýsingar, leikjadagskrá, úrslit og fleira á godamot.is og facebook.com/godamot. Netfang: godamot@thorsport.is Mótsstjórn er á 2. hæð í Hamri

Mótsstjóri er Haraldur Ingólfsson Vekjum athygli á því að öll neysla matar og drykkja (annars en vatns) er bönnuð inni á gervigrasinu. Minnum á að bílastæði eru við báða enda Bogans.

Kv.
Þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is