Uppfært: LIÐSSTJÓRAR - BAKSTUR - GREIÐSLA :)

Uppfært föstudag 15.jan:

Liðin koma á morgun laugardag svo foreldrar geta þá raðað sér betur niður í liðsstjórastöður

Upplýsingar um innistæðu eldra árs væntanlegar, heildargjald 25.000

Minnum einnig á baksturinn, vantar enn fleiri til að taka þátt

 

Hæhæ :) 

Enn vantar LIÐSSTJÓRA FYRIR ELDRA ÁR - enginn búinn að bjóða sig fram hér á síðunni.
Langar að minna á að til að geta boðið gaurunum okkar upp á svona flottar ferðir þurfum við öll að hjálpast að og ómögulegt að græja þetta án liðsstjóranna :) Vonum innilega þessir fáu sex sem vantar hafi tök á að bjóða sig fram!

Foreldrar mættu gjarnan láta vita líka með BAKSTURINN, sjö búnir að commenta nú þegar og gott væri ef það yrðu töluvert fleiri :)
Þetta er það sem er komið nú þegar: pizzasnúðar x3 - skinkuhorn x2 - muffins x2

Að lokum er það svo GREIÐSLAN fyrir mótið sem verða 25 þúsund krónur og sjálfsagt að nota inneign upp í ef einhverjir eiga - póstur til eldra árs drengja er væntanlegur. Hérna koma reikningsupplýsingar og langar okkur að biðja foreldra um að greiða í síðasta lagi sunnudaginn 17.janúar.
Athugið að sitt hvor reikningurinn er fyrir hvort árið:

Eldra ár 2004: 0162-05-260454 og kt 490101-2330
Yngra ár 2005: 0162-05-260319 og kt 490101-2330


Bestu kveðjur frá foreldraráði :)



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is