Flottur árangur á Landsbankamótinu

Við þjálfarnir viljum þakka liðstjórunum Ingvari, Þórði, Stebba og Ómari ásamt foreldraráðinu og þá sérstaklega Lindu fyrir þeirra framlag. Þau öll lögðu til óeigingjarna vinnu og tíma í að gera þessa ferð mögulega. Blikarnir eiga einnig hrós skilið fyrir gott mót.

A-lið 7. sæti
A-liðs keppnin var mjög sterk á þessu móti sem strákarnir fengu að kynnast. Meiðsli settu strik í reikninginn þannig að róðurinn var þungur í einhverjum leikjum. Liðið átti tvo góða sigra gegn Breiðablik 2 og Val.

C-lið 3. sæti
Glæsilegt mót hjá þessu liði frá fyrsta leik að undanskyldum Fjölnisleiknum en þá var komin þreyta í mannskapinn og jafnvel eitthvað ofmat sem er algengt hjá drengjum á þessum aldri þegar mjög vel gengur. Í undanúrslitum máttum við þola 4-3 tap gegn fínu Skagaliði þar sem sigurinn gat dottið hvoru meginn sem var. Það var einnig hörku leikur gegn Val um 3. sæti sem endaði 5-2 okkur í vil.

D-lið 2. sæti
Mjög flott mót hjá þeim. Byrjuðum á að tapa gegn Stjörnunni á föstudaginn en áttum frábæran laugardag þar sem 9 stig af 9 mögulegum komu í hús. Mikill baráttusigur gegn Blikum í undanúrslitum sem endaði með sigri í vítaspyrnukeppni þýddi að strákarnir lékut til úrslita. Því miður voru Stjörnumenn sterkari þar en fengu okkar menn þó nokkur færi í stöðunni 0-0 og 1-0 sem hefði breytt gangi leiksins.

E-lið 8. sæti
Þetta lið byrjaði mjög rólega og tapaði sanngjarnt fyrstu tveimur leikjunum. Í þriðja leik mættu þeir Blikum sem höfðu unnið öll hin liðin í riðlinum en til að gera langa sögu stutta þá báru okkar menn sigur úr bítum 3-2 og þar með var neistinn komin í liðið. Jafntefli gegn Fjölni eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik fylgdi í kjölfarið. Á sunnudaginn sigruðu þeir báða leikina og þegar upp var staðið var þetta mjög flott mót hjá þessu liði. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is