Breyting á æfingu í dag + Föstud. + Vorfrí

Sökum afspyrnugóðs veðurs þá hreinlega getum við ekki verið inn í Boga í dag og höfum við því ákveðið að hittast kl. 16:30 í KA heimilinu og hjóla allir saman þaðan í Kjarnaskóg þar sem við tökum hörkuæfingu og skilum okkur tilbaka um sex leytið.

Fyrir þá sem ekki eiga tök á því að hjóla með okkur þá verður boðið uppá sætaferðir fyrir þá fram og tilbaka. Þið verðið að afsaka hvað þetta kemur seint inn en þegar aðstæður eru svona þá finnst okkur eins og við séum tilneyddir í að spinna aðeins.

Það er svo Stefnumót í Boganum á laugardaginn og því æfum við kl. 14 á KA vellinum á morgun, föstudag, og verður það síðasta æfing fyrir örlítið vorfrí sem við ætlum að skella okkur í. Næsta æfing eftir frí er svo þriðjudaginn 16. maí

Kv.
Þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is