Breiðabliksmót í janúar!

 

Núna þann 2. des. eru 45 strákar skráðir á Breiðabliksmótið í janúar.

Miðvikudaginn 3. des. sendir KA inn skráninguna fyrir sín lið og því tíminn að renna frá þeim sem ekki hafa skráð sig... Skráið núna strax ef drengurinn ætlar að vera með og ekki búið nú þegar að skrá.

mbk

Þjálfarar

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Sæl

Landsbankamót Breiðabliks verður í janúar. Mótið var mjög vel heppnað í fyrra.

Við KA-menn tökum þátt og bið ég alla sem ætla að vera með að skrá sig hér að neðan.

Mótið er frá 23.-25. janúar 2015. Mótið hefst kl. 9 á föstudagsmorgni, þannig að ekið verður á fimmtudagskvöldi til Reykjavíkur. Reikna má með að kostnaður verði um 20000 krónur. Í því væri rúta innifalin, matur og gisting.

Skrá sig sem fyrst hér að neðan, þeir sem ætla með.

Kveðja, þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is