Æfingar hefjast aftur á fimmtudaginn

Æfingar hefjast aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 5. janúar og verður æft samkvæmt sömu æfingartöflu og fyrir áramót.

Það sem er helst að gerast hjá okkur í byrjun nýs árs er að Kópavogsmótið sem fer fram 20.-22 janúar og verður foreldrafundur varðandi það mót mjög fljótlega. Einnig er það Goðamót Þórs sem er í Boganum 17.-19. mars.

En fyrir bæði mótin munum við spila einhvern fjölda af æfingarleikjum.

Gleðilegt nýtt ár frá öllum þjálfurum 5. flokks



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is