Suðurferð 10. - 11. júní

Sælir foreldrar/forráðamenn

 Farið verður með rútu til Reykjavíkur laugardaginn 10. júní. Mæting í KA heimilið kl. 6:45 og lagt verður af stað kl. 7:00. Þar sem keppt verður á Akranesi á sunnudaginn munu strákarnir borða á Akranesi og horfa á landsleikinn. Lagt verður af stað kl. 20:15 til Akureyrar. Kostnaðurinn við þessa ferð er kr. 10.000 og innifalið er eftirfarandi:

  • Máltíð í Munaðarnesi á leið til Rvk.

  • Kvöldmatur á laugardag

  • Morgunmatur á sunnudag

  • Kvöldmatur á sunnudag

  • Nesti á milli leikja - brauð, Hleðsla, kókómjólk, ávextir og bakkelsi

  • Gisting í Þróttheimum

Bannað er að fara með síma eða spjaldtölvu, en leyfilegt að fara með mp3 eða Ipod spilara til að hlusta á tónlist.

Ef foreldrar vilja heyra í strákunum, geta þau hringt í farastjórana eða þjálfarana. Þetta á einnig við ef strákarnir þurfa að hringja í foreldrana, þá tala þeir við farastjórana eða þjálfarana og fá auðvitað að hringja (það koma síðar upplýsingar um farastjóra síðar).

Tékklisti:

  • Keppnisbúnaður:

  • Fótboltaskór

  • Legghlífar

  • Sokkar

  • Stuttbuxur

  • Keppnistreyja

  • KA-utanyfirgalli (ekki nauðsyn)

  • Vatnsbrúsi

  • Gisti og snyrtidót:

  • Dýna eða vindsæng

  • + pumpa

  • Lak eða sængurver.

  • Ef vindsæng er tekin með er gott að koma með sængurver í stað laks til að að setja utan um hana til að minnka brak yfir nóttina

  • Svefnpoki eða sæng

  • Koddi

  • Tannbursti og tannkrem

  • Sjampó

  • Annar búnaður:

  • Handklæði

  • Auka föt (bolir, buxur, sokkar og nærföt)

  • Hlý peysa

  • Húfa og vettlingar

 

Allur búnaður skal vera mjög vel merktur með nafni iðkanda, síma.

 

Stranglega bannað er að koma með sælgæti,peninga,GSM síma eða spjaldtölvu.

 

Þeir sem vilja nýta inneign sendið póst á birnarunarnarsdottir@gmail.com (2003 árg) og svavar@vordur.is (2004 árg), en svo má leggja inn á eftirfarandi reikning (og muna að senda póst um millifærsluna!).

Hér eru bankaupplýsingar fyrir 2003 árg.: 0162-05-260357, kt. 490101-2330.

Hér eru bankaupplýsingar fyrir 2004 árg.: 0162-05-260454, kt. 490101-2330.

Kv. foreldraráð

 

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is