Vorfrí

Kláruðum veturinn með stæl á Stefnumótinu. Þar sýndu krakkarnir og sönnuðu hversu mikið þeim hefur farið fram í vetur, virkilega vel gert og ljóst að það eru bjartir tímar frammundan! Nú tekur við tveggja vikna vorfrí áður en æfingar sumaræfingar hefjast að nýju. Vona að sparkvellir bæjarins fái að finna vel fyrir álaginu í fríinu, sérstaklega eins og veðrið er búið að vera ;)  Auglýsum síðar hvar og hvenær við æfum eftir fríið

Bestu kveðjur þjálfarar :) Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is